Hýalúronsýru má lýsa sem “rakagjafa náttúrunnar” þar sem megintilgangur hennar í líkamanum er að bindast vatni. Helmingur hýalúronsýru líkamans er að finna í húðinni svo hún er mikilvægur þáttur í að halda húðinni heilbrigðri! Ung húð er slétt og mjög teygjanleg vegna þess að hún inniheldur hátt hlutfal kollagens og hýalúronsýru. Hýalúronsýran bindur sig við vatn og hjálpar til við að halda kollageninu röku og teygjanlegu. En þegar við eldumst getur líkaminn ekki viðhaldið sömu hlutföllum sem veldur því að húðin verður þurrari og líklegri til að fá hrukkur.