Hvað gera þessir töfrapúðar fyrir augu þín ?
Augnpúðarnir eru búnir til úr sérstöku snyrtivöruefni, hýdrógel gegndreypt með kjarna sem sléttir fínar linur, fjarlægir dökka bletti undir augunum og dregur úr bólgu.
Grundvallarmunurinn frá augnkremi er sá að hýdrógelið bráðnar svolítið frá hita húðarinnar og hefur léttan þrýstingsáhrif og þannig kemst kjarninn dýpra og hraðar inn í húðina.
Hvernig næst hámarks árangur með því að nota augnpúðana?
1. Það er best að nota púðana morgnana eftir andlitsþvott og andlitsvatn, til dæmis á meðan þú ert undirbúa morgunmatinn eða drekkur kaffið þitt.
Ef það stendur á umbúðunum að augnpúðarnir eiga að vera á ca. 20-30 mín, þá skalt þú að fara eftir því. Ekki hafa þá lengur en þarf, annars þorna púðarnir og geta því dregið raka úr húðinni til baka.
2. Augnpúðarnir hafa uppsöfnuð áhrif. Svo helst, ef þú vilt gleyma dökka bletti og bólgu undir augunum, þá þarftu að nota þau á hverjum degi eða annan hvern dag, en ekki bara þegar neyðartilvikin er.
3. Það er gott að geyma augnpúðana í kæli til að ná auka kæliáhrif, en er ekki nauðsynlegt, það sem skiptir meira máli er notkun sérstakrar plastskeiðar, sem fylgja með augnpúðum til að koma í veg fyrir þróun baktería í krukku.
Hvernig á að velja augnúðana ?
Ef augsvæði þitt þarfnast raka þá skaltu leita eftir púðum sem innihalda hýalúrónsýru, bálolíu, glýseríni, aloe þykkni, E-vítamíni. Þeir koma á vatnsjafnvægi og halda raka.
Gegn hrukkum, hjálpa augnpúðar með peptíðum, elskaðir af Asíubúum sniglaslím, (það endurheimtir, endurnýjar og endurnærir), retínól, amínósýrur, andoxunarefni.
Ef þú vilt að lýsa svæðið undir augunum og draga úr bólgu, þá mæli ég með augnpúðunum með níasínamíði (aðalhvítunarþátturinn í kóreskum snyrtivörum) og hyalúrónsýru.
Ef þú vilt öfluga lyftu skaltu velja púða með gulli eða með placenta.