Centella Asiatica fyrir húð

Ef þú ert aðdáandi kóreskrar húðumhirðu (einnig þekkt sem K-beauty), þá hefurðu sennilega heyrt talað um Centella Asiatica. Jurtin er þekkt undir ýmsum nöfnum, s.s. Brahmi, Asiatic Pennywort, Tiger Grass og Gotu Kola. Á íslensku nefnist hún Hofnafli. Hún er lofuð fyrir rakagefandi eiginleika sína sem margir telja að hafi bjargað húð þeirra. Centella Asiatica er notuð í fjölda rakakrema frá Suður-Kóreu sem oft eru nefnd “cica krem”. Það kemur því ekki á óvart að jurtin hafi einnig vakið athygli vestrænna snyrtivöruframleiðenda.

Hvað er Centella Asiatica?

Centella Asiatica er fjölær planta sem vex aðallega í Asíu. Í gegnum árin hefur hún verið notuð í matargerð og til lækninga en eins og títt er með hefðbundnar nytjajurtir þá hafa vinsældir hennar í húðumhirðu vaxið á síðustu árum. Fyrir nokkrum árum byrjaði þessi mýrarplanta að skjóta upp kollinum í suður-kóreskum cica kremum, þó að bandaríski framleiðandinn Estee Lauder hafi notað jurtina annað slagið um árabil – kremin voru bara ekki kölluð cica krem. Cica krem urðu hornsteinn kóreskrar húðumhirðu, K-beauty, vegna meintra róandi áhrifa á erta húð. Þannig varð gamalt að nýju og vestrænir snyrtivöruframleiðendur keppast nú um að kalla Centella Asiatica heitasta innihaldsefnið í bransanum. En gerir Centella Asiatica raunverulega gagn er þetta bara bóla?

Hvað gerir Centella Asiatica fyrir húðina?

Rannsóknir benda til þess að Centella Asiatica sé ekki bara bóla – jurtin geri raunverulegt gagn þökk sé virkum innihaldsefnum á borð við andoxunarefnið Madekassósíð. Einnig hefur komið í ljós að jurtin sjálf hefur kröftuga andoxunareiginleika auk þess að vera rík uppspretta amínó sýra. Aðrar rannsóknir hafa svo sýnt að jurtin hafi einnig til að bera rakagefandi eiginleika sem róar erta og skaddaða húð.

Centella Asiatica er einnig þeim kostum gædd að draga úr áhrifum og sefa sólbrennda húð. Auk þess er margt sem bendir til þess að hún hjálpi til við að blása nýju lífi í og styrkja varnarkerfi húðarinnar.

Þrátt fyrir þessa upptalningu er vert að geta þess að Centella Asiatica er hvorki eina né besta innihaldsefnið sem bætir húðheilsu. Það eru bókstaflega hundruðir af gagnlegum náttúrulegum efnum auk gerviefna sem bæta og styrkja húðina þína (halló peptíð!)

Centella Asiatica líkist um margt grænu tei þar sem hvoru tveggja innihalda náttúrleg andoxunarefni sem róa erta húð og bæði eiga rætur að rekja til hefðbundinna lækninga og hafa vísindin á bak við sig sem staðfesta gagnsemi þeirra fyrir húðina. Mörg náttúrleg efni eru töluð upp en gera svo lítið sem ekkert gagn en gagnsemi Centella Asiatica hefur verið staðfest í rannsóknum.

Vörur sem innihalda Centella