Í grunninn eru kóreskar snyrtivörur þær snyrtivörur sem eiga rætur að rekja til og eru framleiddar í Kóreu. Þessar vörur eru gjarnan framleiddar með hugmyndafræði kóreskrar húðumhirðu í huga. Hér verður útlistað hvað það felur í sér.

Auðvitað munu alltaf vera húðvörur á markaðnum sem eiga að skrúbba húðina á einni nóttu eða draga úr roða á augabragði. En slík nálgun á húðumhirðu er ekki líkleg til að skila varanlegum árangri og í versta falli tel ég að slíkar vörur geti valdið húðinni skaða.

Þess í stað er lögð áhersla á húðumhirðu sem stuðlar að bættri húð á blíðari máta með stöðugri og einstaklingsmiðaðri húðrútínu. Því má líkja við líkamsrækt. Megrunarkúrar geta “virkað” en fólki reynist erfitt að viðhalda þeim árangri og það sem verra er, þá geta slíkir kúrar haft skaðleg áhrif á líkamann. Aftur á móti getur hollt mataræði og regluleg hreyfing tryggt þér eftirsóttan árangur til frambúðar. Auk þess gefur þessi blíða langtíma nálgun á húðumhirðu húðinni frísklegt og glóandi útlit sem K-Beauty er þekkt fyrir. En hvernig vörur eru þetta? Í kóreskri húðumhirðu eru notaðir essensar, serum, ampúlur og ýmiskonar maskar sem gefa raka næringu.