Hvað er serum?
Þú ert ekki ein um að hafa ekki grænan grun um hvað serum er. Jafnvel þó þú sért stoltur eigandi ýmissa tegunda af því þá er það alls ekki augljóst nákvæmlega hvað serum er. Líttu bara á mótsögnina: það er rakagefandi en samt notarðu rakakrem. Það getur verið olíukennt en samt ekki endilega andlitsolía. Það getur verið vatnskennt en er það essens? Serum er húðvara sem þú getur borið á andlitið eftir hreinsun en á undan rakakremi í þeim tilgangi að koma öflugum innihaldsefnum þess inn í húðina. Serum henta sérstaklega vel til þess þar sem þau eru gerð úr smærri sameindum sem geta smogið djúpt inn í húðina. Það gerir þau sérstaklega hentug til að notkunar við sértækum húðvanda eins og hrukkum.

Hversu oft á ég að nota serum?
Það veltur á hverri vöru fyrir sig. Lestu leiðbeiningarnar en einu sinni á dag ætti að vera hæfilegt.

Hentar serum fyrir þína húð?
Húð sem er gjörn á að fá bólur: Finnið serum með C-vítamíni (það eykur framleiðslu kollagens, bætir græðieiginleika húðarinnar og dregur úr bólgum), retinol (sem er líka andoxunarefni og dregur úr bólgum), sink (róar erta húð og kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar), og salicylic sýru (losar stíflaðar svitaholur).

Þurr húð: Finnið serum með E-vítamíni (andoxunarefni sem ver húðfrumur fyrir skemmdum), níasínamíði (eykur teygjanleika húðarinnar og eykur keramíð í húðinni), glycolic sýru (skrúbbar mjúklega og dregur úr mislitri húð), og hýalúron sýru (viðheldur raka)

Líflaus húð: Finnið serum með andoxunarefnum á borð við grænt te, resveratrol og ferulic sýru (þau virka gegn áhrifum sindurefna (e. free radicals), auka virkni sólarvarnar á daginn og styrkja endurnýjun húðarinnar á nóttunni)

Varnaðarorð: Þar sem serum eru sérlega öflug þá er ekki endilega betra að nota mikið magn í einu. Sterk innihaldsefni geta ert viðkvæma húð. Prófið ætíð fyrst á litlu svæði.