Hvað gerir sniglaslím fyrir húðina þína?
Sennilega hefurðu aldrei horft á glitrandi slóð af sniglaslími á gangstéttinni og fengið löngun til nudda því á húðina. En það gæti breyst þegar þú lest um þetta heillandi efni. Sniglaolía eða slim er eitt af mínum uppáhalds innihaldsefnum í húðvörum. Þér finnst það kannski ógeðfelt en bíddu þar til þú fræðist betur um það. Um allan heim er sniglaslími hampað fyrir að draga úr öldrunaráhrifum, allt frá því að auka teygjanleika og þéttni til þess að draga úr bólum. Við skulum því líta á hvaða vísindin segja um sniglaslím og húðumhirðu í andliti.

Hver eru vísindin á bak við notkun sniglaslíms í húðumhirðu?
Hver er virkni sniglaslíms? Slímið verður til þegar snigillinn skríður áfram en það verndar líkama hans og kemur í veg fyrir að hann þorni upp. Það er bæði klístrugt til að hjálpa sniglinum að loða við yfirborðið sem hann er á og til að smyrja hann til þess að vernda hann gegn meiðslum og sýkingum. Yfirleitt framleiða sniglar tvennskonar slím, annað sem hylur yfirborðið sem þeir ferðast eftir (slímkennda slóðin sem þeir skilja eftir sig á gangstéttum) og hitt sem myndar verndarhjúp. Slímið í slóðinni er ótrúlega fjölhæft og auðveldar sniglinum að ferðast eftir hrjúfu yfirborði, afvegaleiða óvini, fjölga sér og að finna leiðina heim. Þykkari og teygjanlegri útgáfa af þessu slími hjálpar þeim að loða við yfirborð og þannig klifra upp veggi eða uppáhalds pottaplönturnar þínar til að nefna dæmi. Hitt slímið sem snigillinn framleiðir vætlar úr líkama hans og myndar verndarhjúp og eykst þegar snigillinn er undir álagi. Það er þessi tegund sniglaslíms sem er oftast notuð í snyrtivörur.