Fyrir viðkvæma húð – Lon.G CC Cleanser
Fólk með viðkvæma húð á oft erfitt með að finna sér árangursríka húðrútínu. Ef þú átt í vandræðum og ert enn að leita að fullkominni húðvöru, mælum við með Lon.G CC Cleanser – hreinsivöru sem dregur úr húðertingu með náttúrulegum innihaldsefnum og án ertandi efna eða kemískra rotvarnarefna. Þessi hreinsir róar húðina, styrkir varnarlag hennar, vinnur á dauðum húðfrumum og óhreinindum í svitaholum, bætir yfirbragð húðarinnar og gefur henni heilbrigðan ljóma.
Helstu innihaldsefni:
Virkt kol – Lon.G CC Cleanser inniheldur virkt kol í hylkjum ásamt fjölbreyttum náttúrulegum innihaldsefnum sem róa og hreinsa húðina. Efnið hefur sterka getu til að draga í sig óhreinindi og fitu, sem gerir það fullkomið til djúphreinsunar svitahola. Hylkin með virku koli hafa meiri frásogskraft en venjulegt kol og hjálpa til við að halda húðinni hreinni og sléttri.
Kamilluútdráttur, Aloe Barbadensis laufasafi, Aloe Vera laufútdráttur – róa pirraða húð.
Lactobacillus/Soy ferment útdráttur, villi majoramútdráttur (oregano) – styrkja varnarlag húðarinnar.
Hvítvíðibarkarútdráttur, kanilstöngulútdráttur – fjarlægja dauðar húðfrumur á mildan hátt og hreinsa svitaholur.
Hinoki laufútdráttur, Baikal Skullcap rótútdráttur – jafna húðlit og gefa húðinni heilbrigðan ljóma.
PRÓFAÐ FYRIR BESTA ÁRANGUR
Lon.G er rannsóknar- og þróunarfyrirtæki á sviði húðvöru sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu lausnir í húðumhirðu. CC Cleanser hefur verið vandlega rannsakaður og prófaður með öruggum og áhrifaríkum innihaldsefnum.
ENDURNÝJUN HÚÐARINNAR
Algengar orsakir húðvandamála eru uppsöfnun húðfitu í svitaholum, kláði og erting, lag af dauðum húðfrumum og síendurtekin fílapensla- og hvítbóla vandamál. Þessi hreinsir vinnur gegn þessum þáttum og bætir ástand húðarinnar. Hann hreinsar húðina djúpt með mjúku virku koli og dregur saman svitaholur fyrir sléttara yfirborð. Hann hjálpar einnig til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og endurlífgar hana – svo hún verði mýkri, heilbrigðari og hreinlegri.
FAGLEG HÚÐUMHIRÐA HEIMA
Þessi vara er fullkomin lausn fyrir þá sem vilja fá faglega húðumhirðu og létta á húðvandamálum í þægindum eigin heimilis. Flestir hafa hvorki tíma, fjárráð né orku til að sækja sér faglega meðferð – en með vörum frá Lon.G getur hver sem er notið góðs af faglegri umhirðu heima fyrir, án mikils tilkostnaðar, tíma eða fyrirhafnar.
Notkunarleiðbeiningar:
Taktu hæfilegt magn í lófana, bættu við vatni og nuddaðu kraftlega þar til froða myndast. Nuddaðu froðunni varlega á andlitið og skolaðu síðan vandlega með vatni.