Essens er léttur, rakagefandi vökvi sem er hannaður til hjálpa til við að undirbúa húðina fyrir rakakrem eftir andlitshreinsun. Við getum hugsað okkur að húðin sé eins og svampur. Þurr svampur dregur ekki eins auðveldlega í sig vökva eins og rakur svampur gerir. Þegar við höfum hreinsað og þurrkað húðina þá er það eins með hana, hún getur ekki dregið í sig raka eins auðveldlega. Með því að nota essens er húðin betur í stakk búin til að nýta serum og krem til fulls.
Þú ert kannski að velta fyrir þér hver munurinn sé á essens og andlitsvatni? Hvorutveggja eru léttur vökvar og þeir líkist að mörgu leiti þá hafa þeir ólíkan tilgang og ólík innihaldsefni.
Andlitsvatn er notað til fjarlægja síðustu leifarnar af hreinsinum og er í grunninn vatn sem styrkt með mikilvægum olíum og einnig oft með alkóhóli til þess að tryggja að það þorni fyrr. Andlitsessens er oft svolítið kremaðri en andlitsvatn og með fleiri virkum innihaldsefnum sem er ætlað að smjúga dýpra inn í húðina. Andlitsessens kemur jafnvægi á húðina eftir hreinsun og andlitsvatn, gefur raka og undirbýr húðina fyrir næstu stig húðumhirðu.
Andlitsessens er gjarnan notaður á eftir andlitsvatni en ekki með bómullarpúða. Ekki aðeins færi áburðurinn til spillis, heldur hafa snyrtifræðingar í Asíu fundið upp áhrifaríkari aðferð. Setjið nokkra dropa í lófana og þrýstið essensinum létt á andlitið þar til húðin hefur tekið hann í sig. Hitinn úr höndunum og léttur þrýstingurinn hjálpað húðinni að draga essensinn í sig, auk þess sem það bætir blóðflæðið.